Hide

Problem B
Hornrétt

Languages en is
/problems/hornrett/file/statement/is/img-0001.jpg
Mynd tekin af Flickr
Arnar er fátækur námsmaður á síðasta ári í skóla. Hann er í lokaprófum og á aðeins eitt próf eftir, stærðfræðiprófið. Hann er spurður hvort ákveðin þríhyrningur sé með rétt horn en hann man ekki formúluna til að leysa dæmið. Venjulega væri það í lagi því það má taka formúlublað í prófið, en Arnar var latur og hrokafullur og gerði því ekki formúlublað. Af því að hann er fátækur námsmaður þá má hann ekki falla, hann á ekki efni á annarri önn í skóla. Getur þú bjargað Arnari?

Inntak

Inntakið samanstendur af þremur heiltölum $a$, $b$ og $c$, hliðarlengdir þríhyrningsins.

Úttak

Skrifaðu út flatarmál þríhyrningsins ef hægt er að mynda réttan þrihyrning með hliðarlengdum $a$, $b$ og $c$, annars skrifaðu út $-1$.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Inntaks takmarkanir

1

50

$1 \leq a \leq b \leq c \leq 10^4$

2

50

$1 \leq a \leq b \leq c \leq 10^9$

Sample Input 1 Sample Output 1
3 4 5
6
Sample Input 2 Sample Output 2
4 6 7
-1